Bleytt í busum

Mikill gusugangur var á lóð Fjölbrautaskóla Suðurnesja í morgun þegar nýnemar skólans voru busaðir af eldri nemendum eins og siður er í upphafi skólaárs. Þurftu nýnemarnir að ganga í gegnum hinar ýmsu mannraunir til að hljóta náð og viðurkenningu í samfélag hinna eldri og fylgdi því mikill gusugangur eins og þessi mynd sýnir. Engum varð þó meint af þessum þolraunum.
Svipmyndir frá busavíxlunni eru komnar á ljósmyndavef Víkurfrétta.
VFmynd/elg.



 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				