Bleikt kvöld á veitingastöðum í kvöld
Í október í ár stendur Krabbameinsfélag Íslands fyrir bleika mánuðinum í fjórtánda sinn. Tilgangurinn er að hvetja til umhugsunar og árvekni varðandi krabbamein hjá konum. Byggingar eru lýstar bleikar um allt land en hér á Suðurnesjum hafa aldrei jafn margar byggingar verið lýstar og núna. Við hjá Krabbameinsfélagi Suðurnesja þökkum öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við að skapa bleika stemningu og styðja okkur í þessari mikilvægu baráttu.
Ýmsar leiðir hafa verið farnar til fjáröflunar og núna er bryddað upp á þeirri nýjung að fá veitingastaði til að leggja málefninu lið.
Í kvöld, 17. október, er bleikt kvöld og munu fjórir veitingastaðir á Suðurnesjum taka þátt og gefa hluta af ágóða sínum þetta kvöld til stuðnings Krabbameinsfélagi Suðurnesja. Veitingastaðirnir sem um ræðir eru Flughótel, Hótel Keflavík, Langbest og Vitinn í Sandgerði.
Við viljum hvetja ALLA til að nýta tækifærið, taka sér frí frá matseld í kvöld og skella sér á einhvern af ofangreindum veitingastöðum. Um leið styrkir þú gott málefni.
Krabbameinsfélag Suðurnesja.