Bleikir taxar styðja gott málefni
Þeir sem taka bleikan leigubíl nú í október eru að styðja við gott málefni. Leigubílar Hreyfils/Bæjarleiða eru með bleika "hatta" nú í október, þ.e. hinu gula hefðbundna leigubílaljósi hefur verið skipt út fyrir bleikt merki.
Í ár renna 10 krónur af hverjum pöntuðum leigubíl til Krabbameinsfélags Íslands en í fyrra söfnuðust 1,3 milljónir króna með þessum hætti. Þá bjóða leigubílsstjórar einnig Bleiku slaufuna til sölu en sala hennar skilaði 6,3 milljónum í fyrra til krabbameinsrannsókna.
Í ár hafa leigubílstjóar með bleika hatta fengið mikil og góð viðbrögð en panta má bleikan bíl með því að hringja í 5 88 55 22 eða gamla Ökuleiðanúmerið 421 41 41.