Bleiki dagurinn á morgun
Landsmenn hvattir til að klæðast bleiku.
Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árvekni- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Af því tilefni biður Krabbameinsfélag Íslands alla landsmenn um að klæðast einhverju bleiku á morgun, fimmtudaginn 16. október, eða hafa bleikan lit í fyrirrúmi þann dag. Með því sé sýnd samstaða í baráttunni.