Bleik „sjálfa“ bæjarstjórans
„Í dag föstudag mæta margir til sinna starfa með bleikan lit í sínum fatnaði. Það er til merkis um samstöðu og þátttöku í forvarnaátaki gegn krabbameinum, sem stendur yfir þennan mánuðinn,“ segir Magnús Stefánsson bæjarstjóri í Garði í vikulegum pistli á vef sveitarfélagsins.
Starfsfólkið á bæjarskrifstofunni í Garði mætti að sjálfsögðu í bleiku í morgun og Magnús bæjarstjóri tók „selfie“ mynd í tilefni dagsins með starfsfólki skrifstofunnar.