Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Blásið til aukatónleika
Laugardagur 10. mars 2018 kl. 10:00

Blásið til aukatónleika

Synir Rúnars Júlíussonar verða „Á trúnó“ í Bergi í Hljómahöll 13. apríl nk. á afmælisdegi Rúnars.
 
Uppselt er á tónleikana kl. 20:00 og hafin er miðasala á aukatónleika sem hefjast kl. 22:30 sama kvöld. Miðasala fer fram á hljomaholl.is, tix.is og í móttöku Hljómahallar. 
 
Sögur um lífið eru tónleikar tileinkaðir tónlistarferli Rúnars Júlíussonar.
 
Synir Rúnars, Júlíus og Baldur, fara yfir hæðir og lægðir í fjölbreyttum ferli Rúnars þar sem kennir ýmissa grasa. Rúnar reyndi fyrir sér í rokki og róli, kántrí og western, reggí, disco og funk tónlist. Samferðarmenn voru einnig af fjölbreyttara taginu.
 
Þeim til halds og trausts verður hljómsveit skipuð Bassa Ólafssyni á trommur, Inga Birni Ingasyni á bassa og Birki Rafni Gíslasyni á gítar.
 
Tónleikarnir verða á afmælisdegi Rúnars 13. apríl í Bergi, Hljómahöll. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024