Blái herinn fær umhverfisverðlaun UMFÍ og Pokasjóðs 2005
 Ungmennafélag Íslands og Pokasjóður úthluta árlega sérstakri viðurkenningu, Umhverfisverðlaunum UMFÍ og Pokasjóðs. Að þessu sinni er það Blái herinn í Reykjanesbæ sem verður þessa heiðurs aðnjótandi og hlýtur viðurkenninguna fyrir brautryðjandastarf við hreinsun í höfnum landsins. Umhverfisráðherra mun afhenda verðlaunin fyrir hönd UMFÍ og Pokasjóðs nk. miðvikudag.
Ungmennafélag Íslands og Pokasjóður úthluta árlega sérstakri viðurkenningu, Umhverfisverðlaunum UMFÍ og Pokasjóðs. Að þessu sinni er það Blái herinn í Reykjanesbæ sem verður þessa heiðurs aðnjótandi og hlýtur viðurkenninguna fyrir brautryðjandastarf við hreinsun í höfnum landsins. Umhverfisráðherra mun afhenda verðlaunin fyrir hönd UMFÍ og Pokasjóðs nk. miðvikudag.
Tómas Knútsson, talsmaður Bláa hersins, var kjörinn maður ársins 2004 af Víkurfréttum í byrjun þessa árs.
Mynd: Tómas Knútsson, kafari og talsmaður Bláa hersins. VF-mynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				