Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Bláalónsþrautin: Hjólreiðamót við allra hæfi
Föstudagur 6. júní 2008 kl. 09:34

Bláalónsþrautin: Hjólreiðamót við allra hæfi

Hjólreiðafélag Reykjavíkur stendur fyrir Bláalónsþrautinni í 12. skipti á sunnudag. Þar er hjólað frá Strandgötu í Hafnafirði yfir í Bláa Lónið og er óhætt að segja að þrautin hafi vakið mikla lukku. Sífellt fleiri taka þátt á hverju ári, enda geta allir tekið þátt óháð aldri eða reynslu. í fyrra tóku alls um 160 manns þátt.
Tilgangur Bláalónsþrautarinnar er að vekja athygli á hjólreiðum og þrátt fyrir að verðlaun séu veitt fyrir efstu sætin öllum aldursflokkum og eftir kynieru aðstandendur líka með útdráttarverðlaun og finnst raunar flestum bestu verðlaunin vera að hafa lokið þrautinni.

Þáttökugjald er 1500 kr og innifalið í því er drykkjarstöð á leiðinni, kjötsúpa í lokin og frítt í Bláa Lónið.


Frekari upplýsingar á www.hfr.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024