Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bláa Lónið með í Airwaves frá upphafi
Þessi hlustuðu á tónleika Moses Hightower á baðsloppunum og gæddu sér á veitingum frá LAVA.
Fimmtudagur 13. nóvember 2014 kl. 07:00

Bláa Lónið með í Airwaves frá upphafi

1500 gestir hlustuðu á tónlist í Lóninu

Bláa Lónið hefur verið hluti af tónlistarhátíðinni vinsælu, Iceland Airwaves, allt frá upphafi og verið eini staðurinn utan höfuðborgarsvæðisins sem hefur tekið þátt í fjörinu allt frá árinu 1999. Á hátíðinni í ár komu daglega um 500 manns í sal veitingastaðarins LAVA, yfir þá þrjá daga sem hátíðin stóð.

Bláa Lónið hefur verið hluti af Airwaves tónlistarhátíðinni allt frá árinu 1999 þegar Airwaves var haldið í fyrsta sinn. Sá viðburður var upphaflega hugsaður fyrir blaðamenn og starfsmenn útgáfufyrirtækja sem komu hingað til lands. „Við tókum vel í hugmyndina og settum upp tónlistarviðburð þar sem hljómsveitin Fálkar frá Keflavík kom fram og vakti mikla lukku á meðal gesta. Fleiri góðir tónlistarmenn hafa komið fram á Airwaves í Bláa Lóninu en viðburðurinn hefur vaxið og dafnað með fyrirtækinu. Fyrstu árin voru það fyrst og fremst boðsgestir sem komu á tónleikana en fljótlega var farið að bjóða upp á pakka fyrir almenna gesti hátíðarinnar,“ segir Magnea Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi Bláa Lónsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ferðaþjónustan hefur notið góðs af Airwaves og einmitt þess vegna kom Bláa Lónið að hátíðinni á sínum tíma. „Það hefur skipt okkur miklu máli að taka þátt í hátíðinni. Hingað höfum við boðið blaðamönnum í gegnum árin og þannig stuðlað að landkynningu í gegnum Airwaves. Þannig vekjum við áhuga á Íslandi fyrir tónlistina. Þá finnst mér svo vel við hæfi að hafa svona viðburð hérna í Bláa Lóninu af því að Suðurnesin eru auðvitað stórveldi í tónlist,“  segir Magnea.

Hljómsveitirnar Kaleo, Agent Fresco og Moses Hightower komu fram á viðburðinum Blue Lagoon Chill í ár. Um 1500 manns kíktu í Lónið á vegum Airwaves.