Bláa lónið býður fjölbreytta og skemmtilega viðburði um páskana
Fjölbreytt og skemmtileg páskadagskrá fyrir alla fjölskylduna býður gesta Bláa Lónsins auk þess sem spennandi tilboð verða í boði.
Body Balance sem er einstakt sambland af Jóga, Tai Chi og Pilates, verður í boð Hreyfingar, laugardaginn 3. apríl, kl 14.00 og 14.45. Tímarnir fara fram í fundaral Bláa Lónsins og eru  allir velkomnir á meðal húsrúm leyfir.
Menningar- og sögutengd gönguferð verður í boði á annan í páskum,mánudaginn 5. apríl Gengið verður í 2-3 klukkustundir um nágrenni Bláa Lónsins og hentar gangan fyrir alla fjölskylduna. Gangan hefst kl 13.00 og er mæting við bílastæði Bláa Lónsins.  Ekkert þátttökugjald er í gönguna. Leiðsögumenn verða Sigrún Jónsd. Franklín og Ómar Smári Ármannsson. Gengið er í hrauni og er góður skófatnaður æskilegur. Gott er að taka með sér nesti. Allir þátttakendur eru á eigin ábyrgð.
Á annan í í páskum, mánudaginn 5. apríl, kl. 14.30 og 16.30 verður  Vatnsleikfimi í boði fyrir gesti Bláa Lónsins.
Páskadögurð verður í boði á Lava á páskadag og annan í páskum, kl. 11.00 – 15.00. Verð 2.900 krónur fyrir fullorðna, 1.500 krónur fyrir börn 12-15 ára og frítt fyrir börn 11 ára og  yngri.   Verslun Bláa Lónsins á baðstað býður 15% afslátt af silica mud mask og algae & mineral body lotion í Blue Lagoon verslun dagana 1.-5. apríl.
*Gestir Bláa Lónsins fá 3 daga gestakort í Hreyfingu og Blue Lagoon Spa í boði.
*Nói Síríus gefur  öllum börnum páskaegg.
*Gildir á meðan birgðir endast

Ljósmynd: bluelagoon.is

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				