Bláa lónið bauð upp á sérstaka upplifun á Airwaves
Um 600 gestir mættu í Bláa lónið á laugardaginn á sérstakan viðburð vegna Airwaves tónlistarhátíðarinnar. DJ Margeir spilaði þar fyrir gesti tónlist valda með tilliti til umhverfis Bláa Lónsins.
Margeir hefur spilað nokkrum sinnum í Bláa lóninu og gerði geisladisk sem ku vera lýsandi fyrir hið kynngimagnaða umhverfi Bláa lónsins þ.e. einstakt samspil orku, vísinda og náttúru. Platan tilheyrir svokallaðri lounge-tónlist en tónlistin kemur úr ýmsum áttum
Gestirnir skemmtu sér hið besta og fannst þetta óneitanlega afar sérstök upplifun.
Svipmyndir frá viðburðinum er að finna á ljósmyndavefnum hér á vf.is.
VFmynd/elg