Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bláa lónið algjör sælupottur í dag
Miðvikudagur 16. júlí 2003 kl. 22:04

Bláa lónið algjör sælupottur í dag

Heilsulindin Bláa lónið var sannkallaður sælupottur í allan dag. Hitinn var yfir tuttugu gráðum og fólk flatmagaði í sólinni og naut lífsins. Þetta var einn af stóru dögunum í Bláa lóninu, enda heitasti dagur ársins staðreynd. Morgundagurinn lofar einnig góðu en veðurspáin gerir ráð fyrir sömu blíðunni.Skemmtileg viðbót við heilsulindina Bláa lónið hefur verið tekin í notkun. Viðbótin felst í fossi, eimbaði, gufubaði og sérhönnuðu svæði fyrir nudd- og líkamsmeðferðir og hafa viðbæturnar hlotið góðar viðtökur meðal gesta heilsulindarinnar. Við hönnun svæðisins var rík áhersla lögð á tengsl við einstök virk efni heilsulindarinnar Bláa lónsins og nátturulegt umhverfi þess og að upplifun gesta verði sem áhrifaríkust. Þessi viðbót var vel nýtt í dag. Þannig er fossinn mjög vinsæll og nuddarar Bláa lónsins hafa haft í nógu að snúast í allan dag.

Myndin er af vef Bláa lónsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024