Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Björgvin Pálsson níræður
Fimmtudagur 6. janúar 2005 kl. 15:17

Björgvin Pálsson níræður

Fjölmenni var í Miðhúsum í Sandgerði þegar Björgvin Pálsson fagnaði níræðisafmæli sínu þann 29. desember sl. Björgvin, eða Beggi eins og hann er kallaður, var hinn hressasti og fékk hann svo sannarlega afmælisgjafir við hæfi þegar félagar úr kirkjukór Hvalsneskirkju og félagar úr karlakór Keflavíkur sungu fyrir afmælisbarnið. Beggi var félagi í kórum á Suðurnesjum í áratugi og þekkja hann margir úr því starfi. Beggi ræddi meðal annars um sönginn í skemmtilegu viðtali við Jólablað Víkurfrétta.
„Ég hef haft gaman af því að syngja - hefði annars ekki verið í þessu. Ætli ég hafi ekki verið í nokkra áratugi í Karlakór Keflavíkur.  Það má eiginlega segja að það hafi verið mitt helsta áhugamál - það var oft svo lítið að gera á kvöldin og þá var gott að komast á æfingu."

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024