Bjóða upp á jólaepli í Norðurkoti
Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar verður með skemmtilega uppákomu á morgun, laugardaginn 6. desember, í Norðurkoti við Kálfatjarnarkirkju.
Fátt minnti meira á jólin áður fyrr en ilmandi rauð epli og á morgun milli kl. 13-15 verður gestum og gangandi boðið upp á jólaepli í tilefni aðventunnar. Boðið verður upp á örsýningu í Norðurkotsskóla þar sem sýnt verður gamalt jólaskraut og kort. Þá verður heitt kakó með eplaskífum.