Bjóða í gönguferð með jarðfræðingi og leiðsögumanni
Bláa Lónið, HS Veitur og HS Orka.
Bláa Lónið, HS Veitur og HS Orka bjóða á morgun, 24. júní, upp á gönguferð með Guðmundi Ómari Friðleifssyni, yfirjarðfræðingi HS Orku ásamt Rannveigu L. Garðarsdóttur leiðsögumanni.
Gengið verður með frá Djúpavatni upp á Núpshlíðarháls/Vesturháls og með honum fram hjá Stóra Hamradal, u.þ.b 10 km leið suður með hálsinum og komið niður við Suðurstrandarveg þar sem rútan bíður göngufólks.
Mæting við Vesturbraut 12, Reykjanesbæ kl 17:00 og kostnaður í rútufargjald kr 1500. Spáð er mjög góðu göngu Jónsmessuveðri.
Göngufólk frá Grindavík getur hitt á rútuna við hringtorgið við slaufuna við gatnamótin til Grindavíkur þá þarf að hringja í fararstjóra til að panta sæti sími 893-8900. Ekið verður inn Krýsuvíkurveg frá Hafnarfirði síðan ekin Djúpavatnsleið að Djúpavatni þar sem við yfirgefum rútuna.
Gangan tekur u.þ.b. 5 – 6 klst og er við hæfi þeirra sem að treysta sér til að ganga langa vegalengd ásamt hækkun. Áætluð heimkoma er um miðnætti.
Allir velkomnir og einnig eru allir á eigin ábyrgð í ferðinni.