Bjóða foreldrum á opið hús í Garði
Félagsmiðstöðvadagurinn á Íslandi er haldinn hátíðlegur í dag og er hans minnst er með ýmsum hætti í félagsmiðstöðvum um allt land.
Í tilefni dagsins ætla nemendur í 8.-10. bekk í Gerðaskóla að bjóða foreldrum sínum á opið hús, í kaffi og meðlæti, í Eldinguna, (Gamla Sæborgin).
Opna húsið í Eldingunni, fyrir foreldra, stendur frá kl. 20:00 - 22:00 í kvöld, miðvikudagskvöld. Vonast ungmennin til að sem flestir foreldra nýti sér þetta skemmtilega boð og eigi góða stund með krökkunum sínum.