Tekur það góða út úr COVID-ástandinu
Bjarni Sigurðsson, rekstrarstjóri kerfisþjónustu Isavia á Keflavíkurflugvelli, segir að kjötsúpan hennar mömmu sé í uppáhaldi. Fiskibollur eru hins vegar ekki á listanum yfir áhugaverðan mat. Hreindýr er hins vegar best á grillið að hans sögn.
– Nafn:
Bjarni Sigurðsson.
– Fæðingardagur:
23. maí.
– Fæðingarstaður:
Reykjavík eins og margir Garðbúarnir sem fæddust 1978.
– Fjölskylda:
Já, fjögur börn.
– Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Arkitekt.
– Aðaláhugamál:
Skotíþróttir, tónlist, horfa á fótbolta, fjallgöngur og veiðar af ýmsu tagi.
– Uppáhaldsvefsíða:
google.com.
– Uppáhalds-app í símanum:
Núna er það Plex.
– Uppáhaldshlaðvarp:
Ég er ekki nógu þroskaður fyrir hlaðvörp.
– Uppáhaldsmatur:
Kjötsúpan hennar mömmu.
– Versti matur:
Fiskibollur.
– Hvað er best á grillið?
Hreindýralund/-fille.
– Uppáhaldsdrykkur:
Sódavatn með sítrónubragði.
– Hvað óttastu?
Að eitthvað komi fyrir börnin mín.
– Mottó í lífinu:
Að verða betri í dag en í gær.
– Hvaða mann eða konu úr mannkynssögunni myndir þú vilja hitta?
Stephen Hawking.
– Hvaða bók lastu síðast?
Steinninn í fjárhúsinu.
– Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum í sjónvarpinu?
Altered Carbon, Supernatural, Ozark, Brooklyn nine nine o.fl.
– Uppáhaldssjónvarpsefni:
Vísindaskáldskapur.
– Fylgistu með fréttum?
Já.
– Hvað sástu síðast í bíó?
Klovn the final.
– Uppáhaldsíþróttamaður:
Virgil van Djike.
– Uppáhaldsíþróttafélag:
Skotdeild Keflavíkur og svo Liverpool FC.
– Ertu hjátrúarfullur?
Stundum.
– Hvaða tónlist kemur þér í gott skap?
Grunge, Rock og Metal.
– Hvað tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð?
Jazz.
– Hvað hefur þú að atvinnu?
Rekstrarstjóri kerfisþjónustu Isavia á Keflavíkurflugvelli (úfff, þurfti að stoppa til að anda á milli, engin smá titill).
– Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19?
Vann heima aðra hverja viku.
– Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til?
Get ekki sagt að það hafi byrjað vel. Jarðaði pabba 9. janúar. COVID-19 setti sitt mark á allt eins og allir vita. Tek samt það góða út úr COVID-ástandinu, kláruðum helling í vinnunni sem hefur setið á hakanum. Hef varið dýrmætum tíma með börnunum sem ég hefði líklega ekki átt ef ég væri á kafi í vinnunni. Hef komið sjálfum mér verulega á óvart.
– Er bjartsýni fyrir sumrinu?
Já, ég er oftast bjartsýnn.
– Hvað á að gera í sumar?
Klára ýmislegt í húsinu sem hefur setið á hakanum, e.t.v. henda upp heitum potti á pallinum og reisa kofa í garðinum. Bragðarefur á Bitanum.
– Hvert ferðu í sumarfrí?
Þar sem sólin verður og svo á pallinn.
– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim?
Nafla alheimsins, Garðskaga, taka svo túristarúntinn á Reykjanestánna.