Bjarni Benediktsson milliliðalaust á Bryggjunni
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verður milliliðalaust á kaffihúsinu Bryggjunni í Grindavík á morgun miðvikudag kl. 09:00. Bjarni mun fara yfir stjórnmálaástandið og svara spurningum fundarmanna. Má búast við að bekkurinn verði þétt setinn og því eru fundargestir beðnir að mæta tímanlega.
Athygli er vakin á því að Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness verður milliliðalaust á kaffihúsinu Bryggjunni miðvikudaginn 29. febrúar kl. 9. Vilhjálmur er skörulegur verkalýðsforingi með miklar skoðanir og hefur m.a. látið að sér kveða í umræðu um lífeyrismál. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.