Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Birtan það besta við sumarið
Laugardagur 1. júlí 2023 kl. 06:01

Birtan það besta við sumarið

Jónatan Örn Sverrisson er frá Ísafirði en býr í Vogum. Hann er sautján ára nemi við Verzlunarskóla Íslands og vinnur í Nettó í Krossmóa í sumar en þar hefur hann hefur verið að vinna í allan vetur. Hann ætla að ferðast mikið og verja sem mestum tíma með vinum og fjölskyldu.

Aldur og búseta?

Ég er úr Vogum á Vatnsleysuströnd, bý þar og er sautján ára.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Starf eða nemi?

Ég er bæði nemandi í Verslunarskóla Íslands og hef verið samhliða því að vinna í Nettó í Krossmóa og mun ég halda því áfram í allt sumar.

Hvernig hefur sumarið verið hjá þér?

Það hefur verið geggjað hingað til. Ég er búinn að ferðast innan- sem utanlands með vinum og fjölskyldu eins og t.d. til Albír með fótboltaliðinu mínu.

Hvar verður þú að vinna í sumar?

Ég er búin að vera að vinna í Nettó í allan vetur og ætla að halda því áfram núna í sumar.

Hvernig á að verja sumarfríinu?

Ég ætla bara að vinna mikið og slaka á inni á milli.

Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá?

Ég er nú búinn að fara til Spánar með fótboltaliðinu mínu og var það mikið fjör. Einnig ætla ég svo bara í nokkrar útilegur í sumar líka og það af leiðandi eyða tíma með vinum og fjölskyldu.

Eftirlætisstaður á Íslandi?

Ég myndi segja Ísafjörður þar sem ég er ættaður þaðan og ferðast mikið þangað.

Hvað einkennir íslenskt sumar?

Ég held það sé bara eitt svar við þessu, bjart allan sólarhringinn.

Áhugamál þín?

Fótbolti, hitta vini mina og krossarar.

Eitthvað sem þú stundar aðeins á sumrin?

Ég hef mikin áhuga á krossurum og myndi ég þá segja það að keyra krossarann minn.

Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?

Fara í útilegu með vinum mínum einhvers staðar úti á landi í góða stemmningu, mögulega Flúðir – það er alltaf gaman þar.

Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling?

Það er sólin sem kemur mér alltaf í góðan sumarfíling.

Hvað er sumarsmellurinn í ár að þínu mati?

Sprinter með Central Cee og Dave.

Hvað er það besta við íslenskt sumar?

Að það sé bjart allan daginn.

En versta?

Ég finn enga galla við íslenskt sumar.

Uppáhaldsgrillmatur?

Held það sé bara lambið.

Sumardrykkurinn í ár?

Nocco Juice melba.