Bíómyndatónlist John Williams í Stapanum
Andi þekktra kvikmyndatónskálda eins og John Williams og fleiri sveif yfir vötnum í Stapa í gærkvöldi þegar Tónlistarskóli Reykjanesbæjar hélt lúðrasveitartónleika.
Salurinn var nær fullur og stemmningin skemmtileg og eins og oft áður kom tónlistarfólkið með Karen Sturlaugsson í fararbroddi skemmtilega á óvart. Þau nýttu sér risastóran skjá til að varpa á hann myndskeiðum úr þekktum bíómyndum á sama tíma og lúðrasveitirnar léku tónlist úr þeim undir. Þrír hópar lúðrasveita Tónlistarskólans komu fram, þau yngstu byrjuðu, síðan miðjuhópur en elsti hópurinn lauk dagskránni m.a. með tónlist eftir hinn þekkta bíómyndatónlistarhöfund, John Williams. Þessi framsetning gerði tónleikana enn skemmtilegri en það er ljóst að lúðrasveitarhópar TR eru undir góðri handleiðslu kennaranna í TR því allir hóparnir stóðu sig mjög vel. Meðfylgjandi myndir voru teknar í Stapanum í gærkvöldi.
VF-myndir/pket.
-
-
-
-