Billboard fylgdi Of Monsters and Men eftir
Fjallað er um heimsókn íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men til New York á heimasíðu tónlistarsíðunnar Billboard í gær. Birt er stutt myndband um heimsókn sveigarinnar en Of Monsters and Men lék á Governors Ball tónlistarhátíðinni sem fram fer árlega í New York.
	Í umfjöllun um sveitina á vef Billboard kemur meðal annars fram að sveitin ætli sér að taka smá frí í haust.  Hún verði hins vegar á stanslausum þönum þangað til, spilar meðal annars á tónlistarhátíðum í Evrópu síðar í sumar. Þá kemur ennfremur fram að von sé á nýrri plötu frá hljómsveitinni snemma á næsta ári.  
	
	Myndbandið má sjá hér að ofan.


 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				