Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Mannlíf

Billboard fylgdi Of Monsters and Men eftir
Suðurnesjamennirnir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir og Brynjar Leifsson leika með Of Monsters and Men.
Miðvikudagur 12. júní 2013 kl. 12:39

Billboard fylgdi Of Monsters and Men eftir

Fjallað er um heimsókn íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men til New York á heimasíðu tónlistarsíðunnar Billboard í gær. Birt er stutt myndband um heimsókn sveigarinnar en Of Monsters and Men lék á Governors Ball tónlistarhátíðinni sem fram fer árlega í New York.

Í umfjöllun um sveitina á vef Billboard kemur meðal annars fram að sveitin ætli sér að taka smá frí í haust.  Hún verði hins vegar á stanslausum þönum þangað til, spilar meðal annars á tónlistarhátíðum í Evrópu síðar í sumar. Þá kemur ennfremur fram að von sé á nýrri plötu frá hljómsveitinni snemma á næsta ári.  

Myndbandið má sjá hér að ofan.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

VF jól 25
VF jól 25