Bílatónleikar við Hljómahöll 22. janúar
Bílatónleikar verða á planinu við Hljómahöll föstudaginn 22. janúar á vegum Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hefjast þeir kl. 21.
Fram koma Bubbi Morthens, Auður og Jón Jónsson. Listamennirnir munu spila inni í Berginu og þaðan verða tónleikunum streymt út á risaskjá á bílaplaninu. Útvarpstíðnin er 106.1. Fólk getur einnig hlustað á tónleikana í útvarpinu í nærumhverfinu ef það getur ekki mætt á bíl eða ef stæði eru ekki laus.
Á svæðinu verða nokkrir matarvagnar til að gleðja svanga tónleikagesti.
Mæting fyrir nemendur er frá 20:15-20:45 og eftir það verða stæðin opin öllum bæjarbúum.