Bílar og hjól í fyrsta gír niður Hafnargötu
- og allt í beinni á fésbók Víkurfrétta
Hópakstur bíla og mótorhjóla er fyrirferðarmikill dagskrárliður í Ljósanótt ár hvert. Í dag tók það bíla- og hjólalestina um 20 mínútur að renna í gegnum hátíðarsvæðið við Hafnargötu áður en tækjunum var stillt upp í Grófinni.
Sjónvarp Víkurfrétta sendi hópaksturinn út í beinni útsendingu á fésbókarsíðu Víkurfrétta í dag. Við hvetjum áhuga saman um akstur hjóla og bíla að reykspóla beint á 11:30 í meðfylgjandi myndskeiði til að sjá aksturinn byrja.