Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bíður eftir öðru verslunarmannahelgarbarni
Sunnudagur 4. ágúst 2013 kl. 12:02

Bíður eftir öðru verslunarmannahelgarbarni

Verslunarmannahelgin hjá Mörtu Sigurðardóttur

Víkurfréttir spurðu Suðurnesjamenn út í áform þeirra um verslunarmannahelgina en fólk er ýmist á leið á útihátíðir með vinunum, í sumarbústað með fjölskyldunni eða slaka á heima við og njóta kyrrðarinnar.

Marta Sigurðardóttir er 26 ára Grindvíkingur og starfar sem söluráðgjafi hjá Express ehf. ásamt því að sitja í bæjarstjórn Grindavíkur. Marta bíður um þessar mundir eftir að annað barn sitt komi í heiminn en fyrir á hún strák sem fæddist einmitt á frídegi verslunarmanna árið 2009. Verslunarmannahelgin hefur því sérstaka þýðingu fyrir Mörtu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað á að gera um verslunarmannahelgina og hvert á að fara? Þessa dagana bíðum við fjölskyldan eftir að nýjasti fjölskyldumeðlimurinn láti sjá sig. Áætlaður komu dagur er 27. júlí svo að verslunarmannahelgarplönin eru nokkuð óljós. Annað hvort verðum við enn að bíða, á fæðingardeildinni eða í rólegheitum heima með nýfætt kríli

Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér? Það fyndna er að fyrir fjórum árum vorum við í nákvæmlega sömu stöðu og núna, þ.e. að bíða eftir barni. Verslunarmannahelginni var því eytt á fæðingardeildinni á Akranesi og kom sonur okkar í heiminn á frídegi verslunarmanna, 2009.

Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmanahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi? Góð verslunarmannahelgi getur verið hvar sem er, á útihátíð, í sumarbústað eða jafnvel á fæðingardeild. Það eina sem skiptir máli er að maður sé umkringdur skemmtilegu fólki og gleðin sé í fyrirrúmi!