Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

„Biblíumyndirnar mínar”: Trúarleg verk eftir Sossu á sýningu í Reykjanesbæ
Mánudagur 21. maí 2007 kl. 14:09

„Biblíumyndirnar mínar”: Trúarleg verk eftir Sossu á sýningu í Reykjanesbæ

stendur yfir sýning á nýjum olíverkum eftir Sossu í Kirkjulundi, safnaðarheimili Keflavíkurkirkju.  Um er að ræða 7 stór verk, öll máluð á þessu ári og er myndefnið sótt í biblíusögurnar. 
 
Aðspurð um tilurð myndanna sagði Sossa: „Þegar ég var lítil stúlka í Keflavík fór ég yfirleitt í barnamessu á sunnudögum, enda dóttir prestsins og alin upp í guðsótta og trú.  Við lok messu fengum við krakkarnir litlar biblíumyndir og ef einhver var svo heppinn að hafa átt afmæli í vikunni, voru myndirnar tvær – og þá ekki eins.  Ég safnaði þessum myndum og átti mínar uppáhaldsmyndir.  Þegar upp kom sú hugmynd að ég sýndi verk mín í Kirkjulundi rifjuðust upp fyrir mér ýmis þau mótíf sem myndirnar höfðu að geyma og ekki síst þær hugsanir sem kviknuðu.  Mér fannst tilvalið og við hæfi að setja myndefnið í þann raunveruleika og umhverfi sem ég ólst upp við, enda myndirnar og sögurnar jafn raunverulegar lítilli stelpu og leikvöllurinn og fjaran sem ég lék mér í.  - Þessi sjö verk eru biblíumyndirnar mínar.”

Sýningin er opin alla daga og mun standa fram á haust.   Aðgangur er ókeypis og eru allir hvattir til að koma og njóta þessara skemmtilegu verka.

Af heimasíðu Reykjanesbæjar www.rnb.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024