Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bestu myndirnar frá Ljósanótt 2014
Birgitta Ína Unnarsdóttir sigurvegari í ár.
Föstudagur 12. september 2014 kl. 09:29

Bestu myndirnar frá Ljósanótt 2014

- Sigurmyndirnar í Instagram leik VF og RNB

Sigurmyndin í ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gríðarlega góð þátttaka var í Instagram leik Víkurfrétta og Reykjanesbæjar þetta árið og reyndist erfitt að velja einungis þrjár myndir sem þóttu bera af. Sigurvegari var Birgitta Ína Unnarsdóttir sem tók þessa glæsilegu mynd af setningu Ljósanætur við Myllubakkaskóla. Dómnefnd þótti myndin frumleg, falleg og nokkuð lýsandi fyrir Ljósanótt. Birgitta hlýtur að launum sex mánaða kort í Sporthúsið á Ásbrú að verðmæti 49.990 kr, ásamt IdeaTab A7600 spjaldtölvu frá Lenovo frá Nýherja að verðmæti 35 þúsund. Spræk og skemmtileg spjaldtölva sem hentar vel í alla afspilun og leiki.

Í öðru sæti var þessi skemmtilega mynd frá Berglindi Ásgeirsdóttur. Hún hlýtur að launum Þriggja mánaða kort í Sporthúsið á Ásbrú að verðmæti 29.990 kr. Árskort í Sundmiðstöð/Vatnaveröld Sunnubraut að verðmæti 22. þús.

Í þriðja sæti var þessi frábæra mynd þar frá sem nýju bæjarstjórahjónin horfa yfir tómt hátíðarsvæðið. Frábært augnablik. Guðrún Ösp Theodórsdóttir tók myndina en hún hlýtur að launum 15 þúsund kr. inneign í Nettó Krossmóa og eins mánaðar kort í Sporthúsið á Ásbrú að verðmæti 13.990 kr.

Við látum svo fylgja með nokkrar góðar myndir frá helginni hér að neðan. Það var úr vöndu að ráða fyrir dómnefnd en margar skemmtilegar myndir voru teknar um helgina.

 

Dómnefnd skipuðu þau Óli Haukur Mýrdal ljósmyndari, Guðrún Þorsteinsdóttir hjá Reykjanesbæ og Eyþór Sæmundsson blaðamaður Víkurfrétta.