Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Bestu djúpsteikjarar Lundúna til Grindavíkur
  • Bestu djúpsteikjarar Lundúna til Grindavíkur
Þriðjudagur 24. nóvember 2015 kl. 15:58

Bestu djúpsteikjarar Lundúna til Grindavíkur

- fiskur og franskar á Fjörugum föstudegi í Grindavík

Hinn árlegi Fjörugi föstudagur á Hafnargötunni í Grindavík og verður hann haldinn nk. föstudag. Er þetta í fimmta sinn sem hann er haldinn síðasta föstudag í nóvember.

Tónlist, kynningar, piparkökur, jólaglögg, konfekt, fish´n´chips og margt fleira í boði. Þannig mæta færustu djúpsteikjarar frá keðju 40 fish´n´chips staða í London til Grindavíkur og matreiða fisk og franskar hjá Þorbirni hf. í Grindavík.

Jólasveinar verða á ferðinni frá klukkan 17 og eiga kannski eitthvað gott í pokanum fyrir góðu börnin.  

Hinir ýmsu þjónustu- og verslunaraðilar við Hafnargötuna í Grindavík bjóða upp á góð tilboð og bjóða einnig fólk velkomið að kíkja í heimsókn og sjá hvað þeir hafa upp á að bjóða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024