Besta dæmið í heiminum um samspil náttúru og vísinda
Bláa Lónið er eitt besta dæmið í heiminum um samspil náttúru og vísinda segir Professional Beauty.
Ástralska tímaritið Professional Beauty fjallar um Bláa Lónið í grein sem birtist í nýjasta tölublaði ritsins. Sarah Bowing, ritstjóri, heimsótti Íslands sl. sumar. Í grein sinn fjallar hún m.a. um spa meðferðir Bláa Lónsins, rannsóknir á lækningamætti og vísindarannsóknir sem sýna fram á áhrif virkra efna Bláa Lónsins, kísils og þörunga gegn öldrun húðarinnar.
Hún segir Bláa Lónið jafnframt vera einstaka upplifun í stórkostlegu umhverfi þar sem það er hluti af frumkröftum jarðar. Heimsókn til Íslands er ekki fullkomnuð nema með því að sjá frá fyrstu hendi eitt best heppnaða dæmi heims um samspil náttúru og vísinda.