Best skreyttu húsin í Garði
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs ákvað á dögunum að veita viðurkenningu fyrir jólaljósaskreytingu ársins. Bæjarráði var falið í samvinnu við formann Lista- og menningarfélags Garðs að velja húsið og upplýsa val sitt á bæjarráðsfundi þann 20. desember sl.
Verkið var óvenju vandasamt þar sem margar glæsilegar jólaskreytingar sáust á mörgum fallegum húsum í Garðinum og úr vöndu að ráða. En eftir ítarlega skoðun tókst bæjarráði að komast að samkomulagi.
Jólahús Garðs 2012
1. Lyngbraut 4, eigendur Árni Guðnason og Hólmfríður Magnúsdóttir.
2. Hraunholt 4, eigendur Ingimundur Þ Guðnason og Drífa Björnsdóttir.
3. Skagabraut 16, eigendur Sverrir Karlsson og Guðlaug Jónsdóttir.