Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 16. desember 1999 kl. 23:26

BEST AÐ VEIÐA Í RIGNINGU

Þórhallur Guðjónsson er ungur veiðimaður úr Keflavík. Hann segir að áhuginn liggi sennilega í ættinni því bæði faðir hans og afi eru og voru miklir veiðiáhugamenn. Þórhallur hefur þegar unnið til nokkurra verðlauna fyrir veiðiskapinn. Þórhallur segist hafa farið reglulega í veiðiferðir s.l. þrjú ár. Fjölskyldan fer oft saman í ferðir yfir hásumarið en þá er yfirleitt farið að Heiðarvatni eða Geirlandsá. Þeir feðgar hafa haft þann sið að fara í sérstaka strákferð í september og þá er iðulega farið í Geirlandsána. Síðastliðið sumar veiddi hann stærsta sjóbirtinginn sem veiddur var á vegum Stangveiðifélags Keflavíkur. Hann var heil 13 pund og veiddist í Geirlandsá á Kirkjubæjarklaustri á reflex spún. Sjóbirtingurinn fór ekki í pottinnh heldur endaði hann uppá stofuvegg á heimili fjölskyldunnar í Keflavík. Hvernig gekk að landa fiskinum? „Það gekk bara vel. Hann barðist eitthvað smá um og þá lét ég stöngina upp. Ég gat næstum því lyft honum aleinn en Lalli hjálpaði mér smávegis“, segir þessi frækni veiðimaður að lokum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024