Berta Dröfn safnar fyrir tónleikum á Karolina fund
Söngkonan Berta Dröfn Ómarsdóttir úr Grindavík útskrifaðist nýlega frá tónlistarháskóla á Ítalíu og ætlar a halda upp á árangurinn með einsöngstónleikum í Salnum í Kópavogi á morgun, fimmtudaginn 5. janúar. Framundan eru svo spennandi verkefni á Ítalíu, Spáni og Bandaríkjunum. Hægt er að nálgast miða á tónleikana eða styrkja Bertu til tónleikahalds á söfnunarsíðunni Karolina fund.
Í viðtali við Kjarnann segir Berta frá því að fyrir sex árum hafi hún sett sér það áramótaheit að læra söng af fullum krafti. Áður hafði söngurinn aðeins verið áhugamál. Áramótaheitið er eitt af fáum sem Berta hefur staðið við og sér ekki eftir því enda framtíðin björt hjá söngkonunni nýútskrifuðu.
Víkurfréttir tóku viðtal við Bertu um söngferilinn í október síðastliðnum og má lesa það hér.