Bergþór Morthens sýnir á Listatorgi á Sandgerðisdögum
Bergþór Morthens myndlistarmaður heldur sýningu á Listatorgi á Sandgerðisdögum. Bergþór útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2004, hann hefur síðan unnið ötullega að list sinni og haldið bæði einka- og samsýningar jafnt hér á landi sem erlendis.
Bergþór fæddist og bjó fyrstu árin í Sandgerði og á hann ættir að rekja bæði í móður og föðurætt til Sandgerðis. Bergþór ber því mjög sterkar taugar til bæjarins og mun sýningin samanstanda af málverkum sem tengjast Sandgerði og Portrett myndum sem Bergþór hefur sérhæft sig í.
Bergþór málar myndir bæði á hefðbundin hátt og með blandaðri tækni, bæði á striga og plötur, verkin geta verið ákveðin alkemía þar sem hann blandar saman ólíkum efnum og verður útkoman oft óvænt.?Sýningin opnar á Listatorgi föstudaginn 26. ágúst kl. 14 og stendur yfir til 4.september.
Opið alla daga frá kl. 13 til 17, á laugardeginum á Sandgerðisdögum verður opið fram eftir kvöldi.
Mynd: Bergþór Morthens