Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bergrisinn hylltur á Garðskaga 1. desember
Fimmtudagur 22. nóvember 2018 kl. 08:03

Bergrisinn hylltur á Garðskaga 1. desember

Sá siður hefur myndast að á Fullveldisdaginn 1. desember hefur hópur fólks komið saman og haldið Landvættablót við Garðskagavita til að hylla bergrisann sem er landvættur Suðurlands. Safnast verður saman við Garðskagavita. Athöfnin hefst klukkan 18:00 og mun Jóhanna Harðardóttir, Kjalnesingagoði, stýra henni.
 
Landvættir hafa samkvæmt fornum sögum gætt landsins síðan í árdaga og í Landnámu segir frá því þegar Haraldur konungur Gormsson sem af illa þokkaður af Íslendingum sendi njósnara sinn í hvalslíki til landsins og landvættirnir tóku á móti honum og flæmdu burt frá landinu. Þegar hann kom vestur um land segir svo: „Brott fór hann þaðan og suður um Reykjanes og vildi ganga upp á Vikarsheiði. Þar kom á móti honum bergrisi og hafði járnstaf í hendi, og bar höfuðið hærra en fjöllin, og margir aðrir jötnar með honum.“ 
 
Þegar athöfninni sjálfri er lokið, hafa blótsgestir rifjað upp samning sinn um vernd landsins og bergrisinn hvattur til dáða. Þá safnast blótgestir saman í kaffi á Röstinni, veitingastaðnum á Garðskaga.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024