Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bergljót sýnir á Garðskaga
Mánudagur 5. júní 2006 kl. 16:00

Bergljót sýnir á Garðskaga

Listakonan Bergljót Svanhildur Sveinsdóttir opnaði sýningu á verkum sínum i Byggðasafninu á Garðaskaga á föstudag.

Þar má sjá fjölmargar vatnslitamyndir sem Bergljót hefur unnið að í gegnum árin. Verkin eru undir sterkum áhrifum af vestfirskri náttúru, en Bergljót er ættuð að vestan og bjó þar um árabil.

Þetta er fyrsta einkasýning Bergljótar sem hefur stundað nám í vatnslitamálun hjá Erlu Sigurðardóttur við Myndlistarskóla Kópavogs frá árinu 1995.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024