Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bergljót S. Sveinsdóttir með sýningu í Saltfisksetrinu
Þriðjudagur 19. ágúst 2008 kl. 09:33

Bergljót S. Sveinsdóttir með sýningu í Saltfisksetrinu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bergljót s. Sveinsdóttir opnar sýningu á vatnslitamyndum í sýningarsal Saltfisksetursins í Grindavík laugardaginn 23.ágúst nk. Kl.14. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 11-18, síðasti sýningardagur er 7. september. Myndirnar eru flestar málaðar á þessu ári en Bergljót hefur lagt stund á vatnslitamálun í mörg ár. Þetta er þriðja einkasýning hennar en hún hefur einnig tekið þátt í samsýningum á vegum Myndlistarskóla Kópavogs þar sem hún hefur stundað nám síðan l995. Bergljót hefur verið nemandi Erlu Sigurðardóttur um árabil en einnig numið hjá Bjarna Sigurbjörnssyni og nú síðast Derek Mundel. Auk þess hefur hún sótt styttri námskeið hjá öðrum kennurum. Hin stórbrotna náttúra Vestfjarða hefur haft mikil áhrif á öll verk hennar þótt ekki sé endilega um að ræða hefðbundnar landslagsmyndir. Bergljót hefur vakið athygli fyrir frumlega túlkun á myndefni og fallega litameðferð.