Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Berg í Hljómahöll einn af uppáhaldsstöðum Mugison
Laugardagur 9. febrúar 2019 kl. 06:00

Berg í Hljómahöll einn af uppáhaldsstöðum Mugison

„Jöss, Reykjanesbær, lögheimili Rokksins. Ég ætla að spila í minni salnum sem er kallaður Berg, það er einn af mínum uppáhalds sölum á landinu. Hann er geggjaður, nándin í hámarki, stemming, hitastig, hljóð, músík... toppnæs. Ég hef ekki spilað þar áður með hljómsveitinni. hlakka til. Þetta verður eitthvað,“ segir tónlistarmaðurinn Mugison sem mætir með hljómsveit í Berg í Hljómahöll laugardagskvöldið 13. apríl nk. kl. 21. Aðeins 100 miðar í boði. 
 
„Eitt af áramótaheitunum var að spila oftar með hljómsveitinni, til hvers að vera með bestu hljómsveit í heimi ef hún spilar ekkert opinberlega? Það er náttúrulega bara rugl. Svo er ég búinn að semja slatta nýjum lögum á íslensku sem við þurfum að fá að spila fyrir ykkur sem allra allra fyrst, hananú. En ekki of mikið í einu 2-3 lög max á tónleikum annars verður maður bara ringlaður,“ segir Mugison jafnframt í tilkynningu um tónleikana frá Hljómahöll.
 
Í bandinu eru: Rósa Sveinsdóttir á Saxafón og raddir, Guðni Finnsson á bassa, Tobbi Sig á hljómborð, gítar og bakraddir, Arnar Gísla lemur trommurnar.
 
Tónleikarnir fara fram laugardagskvöldið 13. apríl kl. 21. Húsið opnar klukkutíma fyrir tónleika. Tónleikarnir fara fram í Bergi og eru aðeins 100 miðar í boði. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024