Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Belja veldur usla á Sandgerðisvelli
Mánudagur 20. júní 2011 kl. 10:42

Belja veldur usla á Sandgerðisvelli

Nú er sá tími sumars þegar steggirnir fara á stjá. Einn slíkur var á leik Reynis og Árborgar á laugardaginn og skemmti hann áhorfendum og leikmönnum í leikhlé.

Steggurinn var íklæddur beljubúning og vinir hans stýrðu honum í hinum ýmsu kjánalátum en hann var m.a látinn bíta gras og varamenn beggja liða þrumuðu fótboltum í óæðri endann á steggnum. Hann náði þó að hefna sín er hann smellhitti bossann á varamarkmanninum hjá Reyni. Hér má sjá myndasafn frá steggjuninni og frá leiknum sjálfum sem fór 3-0 fyrir heimamenn í Reyni.



VF-Myndir: Eyþór Sæmundsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024