Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Belgískur gestakokkur á Soho
Þriðjudagur 24. júní 2003 kl. 14:21

Belgískur gestakokkur á Soho

Næstu tvær vikurnar mun belgískur gestakokkur að nafni Pieter Lonneville starfa á veitingastaðnum Soho í Keflavík. Pieter sem er aðeins 24 ára gamall hefur hefur verið á Íslandi frá því í febrúar, en hann starfaði sem gestakokkur á Hereford og Humarhúsinu. Pieter starfaði í rúm 3 ár á virtum veitingastað í Hollandi sem hefur hlotið Michelin viðurkenningu, en það eru virtustu meðmæli með veitingastöðum í Evrópu. Pieter segir að hann honum finnist það spennandi að starfa á Íslandi og segir að íslenskar sjávarafurðir séu þær bestu í heiminum. Örn Garðarsson veitingamaður á Soho sagði í samtali við Víkurfréttir að Pieter myndi starfa sem gestakokkur næstu tvær vikurnar og að hann myndi brydda upp á nýjungum, s.s. að nota bjór í matargerð.

VF-ljósmynd: Pieter og Örn í eldhúsinu á Soho.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024