Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Belgísk/Íslensk listasýning opnuð í Saltfisksetrinu
Laugardagur 30. júní 2007 kl. 16:40

Belgísk/Íslensk listasýning opnuð í Saltfisksetrinu

Níu listamenn sem eiga það sameiginlegt að hafa útskrifast frá Listaháskólanum í Tongeren, Academie og fine kunst, í Belgiu, opnuðu sýningu í Listasal Saltfisksetursins í dag.

Listamennirnir eru: Patrick Vissers, Anita Claesen, Jenny Geurts, Lieve Haels, Linda Goorts, Floryne Baré, Gertrude Lengauer, Freddy Fhilippeth og síðast en ekki síst Fríða Rögnvaldsdóttir.

Listamennirnir hafa málað þrjú málverk hvert fyrir þessa sýningu og með Listasal setursins í huga. Sýningin stendur til loka júlímánaðar.

 

VF-mynd/Þorgils - Listamennirnir samankomnir við opnunina í dag

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024