Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 17. desember 2019 kl. 07:29

Bekkjarsystur með árlegt matarboð

JÓLAHEFÐIR Bergnýar Jónu Sævarsdóttur

„Við erum nú ekki mjög gamlar æskuvinkonurnar og bekkjarsystur úr Sandgerðiskóla, rétt að verða 45 ára, en við erum enn allar saman í saumaklúbb sem heitir Æskurnar mínar úr Sandgerði. Föstudaginn 6. desember er árlegt jólamatarboð okkar, pakkar, hlátur og gaman. Það skemmtilega við þetta er að við erum allar bekkjarsystur í þessum hópi, sumar koma oft og alltaf, en aðrar ekki eins oft. Ein býr til dæmis í útlöndum og nær lítið að koma og vera með okkur. Við hittumst alltaf nokkrum sinnum á ári og núna hefur skapast sú hefð að fara annað hvert ár til útlanda. Þegar við hittumst núna 6. desember má gera ráð fyrir að næsta ferð til útlanda verði plönuð. Á síðasta ári fórum við fimmtán saman til Edinborgar.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024