BEIKON OG SKINKA, ÆTTI AÐ VERA HEFÐBUNDINN HLUTI JÓLAUNDIRBÚNINGS Í KEFLAVÍK
Leikfélag Keflavíkur sýnir um þessar myndir Jólaseríu sem samansett er af fjórum einþáttungum. Einn þeirra er eftir Keflvíking, Júlíus Guðmundsson sem ekki er ókunnur störfum með leikfélaginu en eftir hann liggja leikverkin “Er tilgangur?” og “Syndaselurinn Snorri” sem hann samdi í samvinnu við Sigurð Eyberg. Dagný Gísladóttir leit við á æfingu fyrir stuttu og ræddi við Júlíus um Söguna af Beikoni og Skinku.Hvernig stendur á því að þú semur einþáttung?„Eina nóttina gat ég ekki sofið og fékk þá hugmynd. Ég ákvað að nota hana og eftir um það bil tvær vikur leik sagan af Beikoni og Skinku dagsinsljós”.Um hvað fjallar þessi saga?„Hún er um svín sem heita Beikon og skinka. Þau liggja í stíunni og velta því fyrir sér hvort þau verði í matinn hjá fjósahjónunum um jólin - eða ekki. Það er meginþemað. Annað verður bara að koma í ljós þegar fólk sér jólaseríuna”.Er þetta einhver dulin ádeila?„Svarið við þessari spurningu kemur fram í verkinu” (segir Júlíus leyndardómsfullur á svip)”. En þetta er svona verk sem ætti að sýna fyrir hver jól. Það ætti eiginlega að vera hefðbundinn hluti jólaundirbúnings í Keflavík.Étur þú skinku um jólin?„Jú, jú, eða mér finnst hamborgahryggurinn góður. Það verður annað hvort svín eða lamb um jólin, eða bæði væntanlega” (glott).Er það ekki skemmtileg tilfinning að sjá verk eftir sig lifna við á sviði?„Jú, sérstaklega ef manni líkar við það og fólkinu líkar við það. Það er ekkert gaman að sitja úti í sal og heyra þegar fólk blikkar augunum. En égheld að ég geti lofað því að það verði hlegið”.Er þetta söngleikur eins og fyrri verk?„Þetta er kannski söngleikjaeinþáttungur, eða einþáttungur með einu lagi”.Verður jólastemning í Frumleikhúsinu fyrir jólin?„Já hér er léttleikinn í fyrirrúmi og allt á tilboði eins og fyrir jólin”, segir Júlíus og lætur ekki hanka sig á alvarleikanum.