Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 13. maí 2002 kl. 13:55

Bátasafn Gríms Karlssonar opnað formlega

Bátasafn Gríms Karlssonar var formlega opnað um helgina. Af því tilefni kom sjávarútvegsráðherra, Árni Matthiasen til Reykjanesbæjar og opnaði sýninguna fyrir almenningi. Grímur Karlsson hefur löngum verið þekktur fyrir líkanasmíðir og góðan og skemmtilegan kveðskap. Fjárlaganefnd Alþingis veitti safninu 8,5 milljónir í styrk til að koma því upp en safnið er í eigu Reykjanesbæjar. Alls eru 59 bátalíkön á safninu ásamt ýmsum myndum og öðru tengdu sjávarútvegi frá Byggðasafninu.Grímur þakkaði áhugamannahópnum sem skipaður var til að koma safninu á fætur. Grímur þakkaði einnig Árna Johnsen, fyrrverandi alþingismanni vel fyrir sín störf gagnvart safninu, en Árni var einn af frumkvöðlum þess að safnið kæmist upp. Boðið var uppá léttar veitingar í tilefni opnuninar en margir góðir gestir mættu og óskuðu Grími og Reykjanesbæ til hamingju með áfangann.Safnið verður staðsett í þeim hluta Duus húsanna þar sem áður var fiskverkunarhús en elsti hluti þeirra, Bryggjuhúsið, var byggt árið 1877. Sigurjón Jóhannsson, leikmyndasmiður er hönnuður sýningarinnar og arkitektastofan Gata hefur séð um hönnun húsnæðisins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024