Básúnu- og túbutónleikar í Listasafni Reykjanesbæjar
Sunnudaginn 19. febrúar munu þau Timothy William Buzbee túbuleikari og Jessica Gustavsson básúnuleikari, halda tónleika í Listasafni Reykjanesbæjar, Duushúsum. Tónleikarnir hefjast kl. 17.
Timothy William Buzbee, er bandaríkjamaður og nýráðinn aðal túbuleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann stundaði framhaldsnám í túbuleik víða um Bandaríkin og hjá færustu kennurum. Eftir að Timothy lauk námi við Texas A&M háskólann í Commerce, hefur hann starfað sem aðal túbuleikari við margar af fremstu sinfóníuhljómsveitum heims.
Timothy hefur haldið tónleika víða um heim, m.a. í Bandaríkjunum, Asíu og Mexico og haldið námskeið og fyrirlestra í tónlistarháskólum, á tónlistarhátíðum og ráðstefnum víðs vegar.
Jessica Gustavsson, sem er sænsk, stundaði framhaldsnám í básúnuleik við Háskólann í Gautaborg og lauk þar námi með einleikaragráðu árið 2002. Jessica stundaði síðan framhaldsnám í Frakklandi og í Bandaríkjunum. Hún hefur starfað með bestu hljómsveitum heims undir stjórn þekktra hljómsveitastjóra.
Jessicu hlotnaðist sá heiður árið 2002, að verða sæmd hinni sænsku viðurkenningu “Kristallen den fina”, eða Kristalsverðlaununum og við það tækifæri voru henni flutt einkar lofsamleg ummæli.
Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við menningarfulltrúa Reykjanesbæjar og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og fá nemendur Tónlistarskólans afslátt af verði aðgöngumiða.
Af vef Reykjanesabæjar
Timothy William Buzbee, er bandaríkjamaður og nýráðinn aðal túbuleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann stundaði framhaldsnám í túbuleik víða um Bandaríkin og hjá færustu kennurum. Eftir að Timothy lauk námi við Texas A&M háskólann í Commerce, hefur hann starfað sem aðal túbuleikari við margar af fremstu sinfóníuhljómsveitum heims.
Timothy hefur haldið tónleika víða um heim, m.a. í Bandaríkjunum, Asíu og Mexico og haldið námskeið og fyrirlestra í tónlistarháskólum, á tónlistarhátíðum og ráðstefnum víðs vegar.
Jessica Gustavsson, sem er sænsk, stundaði framhaldsnám í básúnuleik við Háskólann í Gautaborg og lauk þar námi með einleikaragráðu árið 2002. Jessica stundaði síðan framhaldsnám í Frakklandi og í Bandaríkjunum. Hún hefur starfað með bestu hljómsveitum heims undir stjórn þekktra hljómsveitastjóra.
Jessicu hlotnaðist sá heiður árið 2002, að verða sæmd hinni sænsku viðurkenningu “Kristallen den fina”, eða Kristalsverðlaununum og við það tækifæri voru henni flutt einkar lofsamleg ummæli.
Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við menningarfulltrúa Reykjanesbæjar og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og fá nemendur Tónlistarskólans afslátt af verði aðgöngumiða.
Af vef Reykjanesabæjar