Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bassarnir þrír mældust á jarðskjálftamælum í gær
Mánudagur 19. apríl 2004 kl. 11:05

Bassarnir þrír mældust á jarðskjálftamælum í gær

Segja má að Tónleikarnir bassanna þriggja í Listasafni Reykjanesbæjar í gær hafi mælst á jarðskjálftamælum þegar þeir fóru sem lengst niður á raddsviðinu.
Fullt hús áheyrenda fylgdist með þessum sonum Keflavíkur sem allir hafa numið og starfa við óperusöng, bæði hér heima og erlendis.
Jóhann Smári Sævarsson er fastráðinn við óperuhúsið í Regensburg í Þýskalandi, Bjarni Thors Kristinsson hefur frá árinu 1999 starfað sem lausráðinn söngvari en fyrir þann tíma var hann aðalsöngvari við Þjóðaróperuna í Vín og Davíð Ólafsson er fastráðinn við Íslensku óperuna.
Allir hafa þeir vakið mikla athygli fyrir söng sinn og hlotið einróma lof gagnrýnenda.
Það var greinilegt að tónleikarnir voru viðburður í hugum suðurnesjamanna sem fylltu sal Listasafns Reykjanesbæjar og skemmtu sér konunglega því ekki var langt í glensið og grínið hjá þeim félögum sem greinilega nutu þess að syngja loksins saman.
Tónlistarfélag Reykjanesbæjar stóð fyrir tónleikunum en félagið hefur nýverið verið endurvakið eftir nokkurt hlé og stefnir á öflugt tónleikahald, segir á vef Reykjanesbæjar.

 

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024