Basar á Nesvöllum
Tilkynning frá Félagi eldri brogara á Suðurnesjum. Vegna fjölda áskoranna höfum við ákveðið að halda basar á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Þar verður líka selt kaffi og vöfflur með rjóma á kr. 300.- Allur ágóði af kaffisölunni fer til Hjálparstofnunar kirkjunnar.
Basar eldri borgara verður haldinn laugardaginn 7. nóvember kl. 14:00. Á basarnum getið þið selt föndurvörur, handavinnu, mat, sultur, kökur og brauð.
Ef þið hafið áhuga að taka þátt, þá hringið í Ernu í síma 421 3937 eða á Nesvelli í síma 420 3400. Athugið að húsið opnar kl. 13 fyrir sölufólkið. Við skulum koma saman og hafa gaman og vonandi sjáum við unga fólkið, bæði börn og barnabörn.
Erna Agnarsdóttir.