Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Barnaskemmtun í Fjörheimum á morgun
Föstudagur 15. apríl 2011 kl. 09:40

Barnaskemmtun í Fjörheimum á morgun

Barnaskemmtun verður haldin í Fjörheimum og 88 Húsinu á morgun, laugardaginn 16. apríl frá kl. 13:30–17:00 að Hafnargötu 88. Búið er að setja saman heljarinnar dagsskrá en miðaverð er aðeins 500 kr. og er selt við hurð. Á staðnum verða seldar kökur, kleinur og ýmist góðgæti. Kynnir er enginn annar en Björgvin Frans Gíslason. Eygló Gísladóttir verður svo með myndlistarsýningu á staðnum.

Dagskráin er sem hér segir
Björgvin Franz 13.30 - 13.40
Brynballet danssýning 13.40 - 14.00
Tískusýning barnaföt frá Kóda 13.40 - 14.00
Söngvaborg (Sigga Beinteins og María Björk) 14.00 - 14.30
Latibær (íþróttaálfurinn og Solla Stirða) 14.30 - 15.00
Skoppa og skrítla 15.00 - 15.30
Marína Ósk og Díana Lind Monzon 15.30 - 16.00
Hlé/skemmtun
Leikhópurinn Lotta (Mjallhvít og Dvergarnir sjö 16.30 - 17.00

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024