Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Barnanámskeið hjá Myndlistaskólanum
Miðvikudagur 27. september 2006 kl. 14:36

Barnanámskeið hjá Myndlistaskólanum

Myndlistaskóli Reykjanesbæjar fer af stað með sex vikna námskeið fyrir börn á aldrinum sex til tíu ára þann 11. október næstkomandi. Á námskeiðinum gefst börnunum tækifæri á þvi að koma saman og skapa í ævintýralegu umhverfi. Áhersla verður lögð á áhugasvið hvers og eins nemanda, þó verða lögð fyrir ákveðin verkefni.

Námskeiðið stendur frá 11. október fram til 15. nóvember og er verð kr. 9000 á hvert barn og veittur er 1000 kr. systkinaafsláttur. Skráning á námskeiðið fer fram hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum í síma 421 7500.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024