Barnahátíð í Reykjanesbæ í dag
SKESSUDAGAR
BARNAHÁTÍÐ Í REYKJANESBÆ
LAUGARDAGUR 22 . NÓVEMBER KL. 13:00 – 15:00*
Kæru börn og foreldrar,
Mig langar til þess að bjóða ykkur í heimsókn til mín í Svartahelli í Reykjanesbæ þar sem ég bý nú í góðu yfirlæti.
Hér er gott að búa og margt sem hægt er að gera sér til skemmtunar, sérstaklega fyrir börn og fjölskylduna alla. Mér þætti gaman að sjá ykkur öll og enn skemmtilegra væri ef þið mynduð færa mér bréf eða teikningar í hellinn.
Hlakka til að sjá ykkur,
Skessan í fjallinu
DAGSKRÁ
Skessuhellir í Grófinni
Hellirinn er opinn og Skessan er heima. Stuttar skessusögur á staðnum fyrir foreldra að lesa fyrir börn sín. Póstkassi skessunnar opinn fyrir myndir og bréf frá börnum. Verðlaun verða fyrir skemmtilegasta bréfið og teikninguna sem birt verða í Víkurfréttum.
Bókasafn Reykjanesbæjar
Hafnargötu 57
Kl. 13:00 Kynning á bókum Herdísar Egilsdóttur um Siggu og skessuna í fjallinu. Kynning á nýjum barnabókum m.a. lesa Kristlaug Sigurðardóttir úr bók sinni Jón Ólafur jólasveinn og Sigurjón Vikarsson úr bók sinni Virkisverðirnir.
Duushús
Duusgötu 2 - 10
Kl. 13:00 Bíómyndin Didda og dauði kötturinn eftir Kristlaugu Sigurðardóttur sýnd í Bíósal.
Ratleikur um sýningarsali safnanna. Dregið úr réttum lausnum, verðlaun.
Stekkjarkot á Fitjum:
14:00 – 16:00 Undirbúningur jóla til forna. Starfsmenn Byggðasafns Reykjanesbæjar segja frá og sýna muni.
Svarta Pakkhúsið
Hafnargötu 2
Gallerí í portinu verða opin. Innigolf í boði Golfklúbbs Suðurnesja.
Íslendingur
Við Fitjar í Innri Njarðvík
13:30 – 13:50 og 14:30 – 14:50 Gunnar Marel Eggertsson skipstjóri Íslendings tekur á móti gestum í nausti Íslendings sem opnar á komandi vori.
Orkuverið Jörð
Reykjanesvirkjun HS á Reykjanesi
Sýningin Orkuverið Jörð í Reykjanesvirkjun Hitaveitu Suðurnesja verður opin. Hægt verður að fræðast um 10 helstu orkugjafa jarðar á skemmtilegri sýningu þar sem börnin geta tekið þátt.
Vatnaveröld - vatnsleikjagarður
Vatnaveröld, vatnsleikjagarður býður alla fjölskylduna velkomna.
Dótadagur: Börnin mega koma með leik- eða flottæki í laugina. Sunddeildir verða með veitingasölu.
Það er frítt í sund fyrir börn í Reykjanesbæ.
VALLARHEIÐI
Rúlluskautahöll
770 Keilisbraut
Jólaskautaball í gömlu skautahöllinni. Skautað í kring um jólatré og jólastemning á aðventu. Börnin koma með línuskauta og ekki má gleyma hjálminum.
Svartholið, línuskauta- og hjólabrettaaðstaða verður opin að Hafnargötu 88.
Innileiksvæði
778 Keilisbraut
Innileikjasvæði fyrir yngstu börnin.
Listasmiðjan
773 Keilisbraut
Börnin læra að gera skuggaleikhús undir stjórn listamannsins Ingu Þóreyjar Jóhannesdóttur. Samstarfsverkefni Listasafnsins og Félags myndlistarmanna í Reykjanesbæ.
Íþróttahúsið
14:00 – 16:00 Íþróttahúsið verður opið til leikja. Folf (golf+frisbí) leikvöllur uppsettur.
Fjörheimar
Bygging 749
Barnaball í félagsmiðstöðinni Fjörheimum.
HÁTÍÐARSTRÆTÓ
Hátíðarstrætó gengur um svæðið á klukkutíma fresti. Ekið er á heila tímanum frá SBK í Gróf – Vallarheiði – Fjörheimar – Listasmiðja – íþróttahús – Víkingaheimar (strætó stoppar þar í 20 mínútur: ekið frá 00:50) – Hafnargata – Bókasafn – Gróf.
VELKOMIN
Nánari upplýsingar og kort vegna viðburða er á reykjanesbaer.is.
* Aðrar tímasetningar eru tilteknar sérstaklega í dagskrá en flestir viðburðir eru á tímabilinu 13:00 – 17:00.