Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Barnahátíð í Reykjanesbæ
Mánudagur 18. apríl 2011 kl. 09:41

Barnahátíð í Reykjanesbæ

Barnahátíð verður haldin í sjötta sinn í Reykjanesbæ dagana 20. - 23. apríl n.k. Markmið hátíðarinnar er að skapa foreldrum og börnum fjölbreytt tækifæri til frjórrar og gefandi samveru og stuðla þannig að fjölskylduvænum Reykjanesbæ. Hátíðin hefur ávallt verið sett í kringum sumardaginn fyrsta og var ekki breytt út af venjunni í þetta sinn þó nú kæmi páskahelgin inn í tímabilið. Viðburðir verða því aðeins færri en venjulega en þó nóg um að vera fyrir listelska krakka því Listahátíð barna er hryggjarstykkið í barnahátiðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Hátíðin verður sett í Duushúsum miðvikudaginn 20. apríl kl. 10.30 um leið og Listahátíð barna verður opnuð og í tenglsum við hana verða listasmiðjur á þremur stöðum, Bíósal Duushúsa, Svarta pakkhúsinu og í Frumleikhúsinu. Listsýning leikskólabarna “Himingeimurinn” er staðsett í Duushúsum og stendur til 8. maí og listsýning grunnskólabarna er staðsett í fyrirtækjum og verslunum víða um bæinn undir heitinu “Listaverk í leiðinni”. Um 2.000 börn taka þátt í listahátíðinni í ár.


Myndin var tekin á sýningunni í Duushúsum 2010 þegar þemað var Hafið.