Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fimmtudagur 13. maí 1999 kl. 10:57

BANDERAS LAUS Í FLUGSTÖÐINNI

Uppi varð fótur og fit á Víkurfréttum sl. fimmtudag þegar okkur barst símtal frá ónefndum aðila í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem sagði megastjörnuna og Suður-Ameríku sjarmörinn Antonio Banderas, sjálfan Zorro, staddan í flugstöðinni. Eftir mikinn æðibunugang var Stöðvar 2 gengi blaðsins mætt á staðinn, klyfjað útbúnaði. Í ljós kom að ekki var „Desperadoinn“ sjálfur á ferð heldur tyrkneskur knattspyrnumaður, Hasam Vural, á leið til ÍBV í Vestmannaeyjum. Einhverjir starfsmenn F.L.E höfðu þó á orði að tvífari Banderas hefði haft góð áhrif á rakastig byggingarinnar sem er alla jafna afar þurrt. Endaslepptur Íslandsferill Ekki varð dvöl Banderastvífarans löng hérlendis því ekki höfðu eyjamenn not fyrir kappann. Menn verða að mæta flottir og í formi í atvinnumennskuna í fótboltanum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024